Síðasti Kolmunnatúrinn.
5.5.2010 | 21:04
Sælt veri fólkið.
Lönduðum á mánudaginn síðasta í Neskaupsstað 730 T af frystum kolmunna. Vorum komnir aftur á miðin suður af Færeyjum rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Fyrsta holið gaf okkur um 170 T sem híft var rétt fyrir hádegi. Liggjum núna á meltunni og frystum á fullum afköstum.
Líklega er þetta síðasti kolmunnatúrinn hjá okkur á þessari vertíð því fyrirliggjandi er slipptaka í höfuðstað norðurlands þann 17. maí.
Gullkorn dagsins í dag er: "Goðsögnin um þann einasta eina er ástæðan fyrir mörgum óhamingjusömum hjónaböndum."
Múffi kveður í bili.
Athugasemdir
í dag er komin 6 maí og í dag á Himmi minn afmæli :-)
Innilegar hamingjuóskir með daginn,
elsku Himmi minn
XXXXX
þín Rakel
rakel vidarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:34
Til hamingju með afmælið Hilmar minn!!!
Sjáumst vonandi fljótlega í sauna!
Flugfreyjan í Nökkvavoginum!!
ragnheiður (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.