Landstím.
1.5.2010 | 17:16
Sælt veri fólkið.
Erum nýbúnir að hífa og var afraksturinn um 200 t og erum við þá komnir með nægt hráefni til að klára túrinn. Ættum að vera búnir að fylla í frystilestina um miðnættið annað kvöld og ætti þá löndun að geta hafist strax á mánudagsmorgun í Neskaupstað.
Túrin búinn að ganga alveg með ágætum án allra stóráfalla nema kannski búnir að vera í vandræðum með sjóleka inn um opið kýrauga í elhúsi. Annars var saltfiskurinn ágætur í hádeginu.
Gullkorn dagsins verður: "Ég gagnrýni aldrei konuna mína, kem bara með ábendingar."
Nóg í bili Múffi kveður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.