Hengdir upp á þráð.

Sælt veri fólkið.

Aflabrögð og veðurfar með ágætum, erum nýbúnir að hífa og nægði það til að fylla í 3-lestarnar. Ættum þá að hafa nægt hráefni eitthvað fram á morgundaginn. Erum komnir með um 280 T í frystinn  og vinnslan  gengur bara nokkuð vel.

Fengum í dag heimsókn um borð frá danska eftirlitsskipinu Vedderen. Menn voru allir eins og hengdir upp á þráð því annar af eftirlitsmönnunum var ung og bráðmyndaleg stúlka. Rakspíralyktin angaði um gangana og hvaðeina.  Þessi röskun stóð sem betur fer stutt yfir og lífið komst aftur í eðlilegt horf.

Gamanmál dagsins verður að þessu sinni:"Ég keypti mér ferð til Spánar svo eiginkonan hefði meiri tíma með börnunum."

Múffi kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband