Enn á Kolmunna.
27.4.2010 | 20:46
Jæja gott fólk. Lönduðum í Neskaupsstað síðastliðin sunnudag 700 T af heilfrystum kolmunna og um 100 T af gúanói.
Vorum komnir aftur á miðin suður af Færeyjum í gærkvöldi og köstuðum trolli um miðnættið. Híft var um tíu-leitið í morgun og fengum við rúm 100 t í því holinu, ágætis slatti til að starta vinnslunni. Erum í þessum rituðu orðum að hífa með aðeins tvo punga rauða, en það ætti nú að duga okkur í vinnslunni.
Gamanmál dagsins verður að þessu sinni: " Ég held rúminu heitu fyrir konuna á meðan hún hitar upp bílinn og skefur af rúðum."
Og með þeim orðum kveður Múffi
Athugasemdir
hæhæ
gamana ð fylgjasdt með ykkur.... erum í kasti yfir lokaorðunum......hhehehehe algjör snild......
við systur biðjum að heilsa sætasta vélstjóranum um borð :-)
rakel (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.