Hákonsfréttir.
20.4.2010 | 12:01
Sælt veri fólkið.
Lönduðum í Neskaupsstað síðastliðin laugardag rúmum 700t af heilfrystum kolmunna ásamt slatta í bræðslu. Vorum svo komnir aftur á miðin suður af Færeyjum snemma í gærmorgun. Fyrsta holið kom inn fyrir í gær og var það nóg í 2 og 3 lestarnar. Vinnslan fór bara vel af stað og erum við búnir að frysta um 120t nú þegar þetta er ritað. Það brældi reyndar á okkur aðeins í gærkvöldi en sú bræla tók fljótt af, erum að renna trolli í sjó nú í þessum rituðu orðum.
Gullkorn dagsins er: "Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - það mættu allar".
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.