Gerum útrásarvíkingana útlæga um aldur og ævi!

Jæja gott fólk þá koma loksins fréttir af okkur. Fórum frá Reykjavík þann 9-4 ,eftir hálfs mánaðar páskastopp, áleiðis á kolmunnamiðin suður af Færeyjum. Tókum fyrsta holið síðastliðin sunnudag og  fylltum 1 og 2 lestarnar og erum nú þegar þetta er ritað nýbúnir að fylla aftur á 2-lestarnar.  Vinnslan hefur gengið með ágætum erum komnir með um 200 t í frystinn.

Annars bara allt gott að frétta af mannskapnum menn eru svona að jafna sig eftir að hafa hlustað á úrdrætti úr skýrslu rannsóknarnefndar alþingis. Upp komu hugmyndir um hvernig best væri að refsa þeim bankamönnum og stjórnmálamönnum sem að þessu sukki komu. Menn eru sammála um að allt of dýrt sé að fara í málaferli út af þessum málum heldur væri best að gera eigur þessara manna bara upptækar og svipta alla þessa menn ríkisborgararéttinum og gera þá útlæga eins og gert var til forna hér á landi. Þessum mönnum ætti að vera óheimilt að koma til landsins um aldur og ævi. Þetta væri bara hægt að gera strax í sumar með því að kalla saman þing á Þingvöllum með fulltrúum almennings úr öllum landsfjórðungum. Síðan yrði þessum mönnum smalað upp í flugvél og flogið með þá úr landi og við þyrftum ekki að hafa meiri áhyggjur af þeim. Ef þessir menn svo reyna einhvertíma að koma inn í landið aftur þá látum við þá fá sömu meðferð og  meðlimir  glæpasamtakanna "Hells Angel´s"   fá við komuna til landsins.

Gullkorn dagsins í dag verður: "Það er auðveldara að bera hvert mótlæti sem er, heldur en slæmt mannorð."

Múffi kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband