Bræla og fiskleysi :-(
23.3.2010 | 13:53
Sælt veri fólkið. Það hefur nú ýmislegt á daga okkar drifið frá síðustu bloggfærslu. Það helsta að yfirvélstjórinn okkar hann Sigurður Þorláksson varð fyrir því óláni að detta og handleggsbrjóta sig í leiðinni. Hann fékk far með Aðalsteini Jónssyni í land til aðhlynningar og heilsast eftir atvikum vel. Það var svo landað ríflega sjöhundruð tonnum af frosnum kolmunna í Neskaupstað 19. mars síðastliðinn og haldið aftur til veiða þá um kvöldið. Skemmst er frá því að segja að það er búin að vera bræla síðan við komum á ætluð kolmunnamið og höfum við ekki bleytt í veiðarfærunum. Eitthvað er að slá á veðurhæð í augnablikinu en engan fisk að sjá. Áhöfninni er orðin nokkuð langeyg eftir fiski að handleika en lundarfarið er ennþá gott hjá flestum ef ekki bara öllum. Við viljum senda drottningunum í landi okkar bestu kveðjur og minna þær á að allir túrar taka enda:). Og með því kveður Marri og segir yfir og út.
Spakmælið: Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á.
Es. Nú fer hver að verða síðastur að heita á okkur í hópakeppni mottumars, slóðina má finna hér á siðunni fyrir neðan. Vil ég skora á fyrirtækið að láta fé af hendi rakkna í þessa þörfu söfnun og um leið að þoka okkur hærra á listann í áheitakeppninni.
Athugasemdir
takk fyrir góðar kveðjur,en ég tel mig vera ein af þessum drottingum sem nefndar voru í pistlinum hér að ofan :-) vona að ykkur fari að ganga betur í fiskiríinu.......... og hlakka endalaust mikið til að fá ykkur í land :-)
læt hér fylgja með vísu um nýgiftu hjónin sem gengur á netinu
Við tökum ei Jónínu Ben í sátt
þó allri synd hún hafni
fyrr má nú aldeilis fá sér drátt
í frelsarins jesú nafni............
bestu kveðjur
Rakel
rakel (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 14:04
Já komið þið sæl og blessuð gollarinn hér, fiskleysið það er skýring á því það hlýtur að vera Krulli sem hefur þessi áhrif
. Vonum að veður og veiðar skáni. Bestu kveðjur úr vinstri bak gollarinn.
Áhöfnin á Hákon EA-148, 24.3.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.