Á landleið.

Sælt veri fólkið, nú er þessum túr að verða lokið, komnir með rúm 600 tonn af heilfrystum kolmunna í frystinn hjá okkur og ættum að vera búnir að fylla hann í fyrramálið.

Lögðum af stað áleiðis til Neskaupsstaðar seinnipartinn í gær og er áætlað að vera komnir þangað aðfaranótt þriðjudags og er áætlað að landa í bræðslu þá um nóttina og í frost í kjölfarið. 

Túrinn búinn að ganga mjög vel, ágætis veiði og veðrið eins og best verður á kosið.

Gullkorn dagsins verður: "Fáir gráta lengi annars ógæfu."

Múffi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband