Blíða á kolmunnamiðunum!
3.3.2010 | 18:30
Jæja sælt veri fólkið. Siglingin hingað suður á Rockhall-svæðið gekk "bara vel". Það er eiginlega ekki rétt að kalla þetta Rockhall svæðið því við erum reyndar staddir um 240 sml vestur af Írlandi og eru þar af leiðandi langt fyrir sunnan Rockhall-klettinn.
Fengum ágætis afla í morgun sem ætti að duga okkur í vinnslunni næsta sólahringinn. Hver einasta kolmunna-padda heilfryst til að ná sem mestu verðmæti út úr þessu á þessum síðustu og verstu tímum.
Það er búin að vera einmuna veðurblíða á miðunum síðustu daga og er útlit fyrir áframhald á því. Þessi blíða er mjög sérstök á þessum árstíma, bloggritari man bara ekki eftir að hafa verið á þessum miðum nema í leiðinda skakstri flesta daga, er á meðan er.
Gullkorn dagsins verður: "Sá sem þiggur gjöf ætti aldrei að gleyma því; sá sem gefur, ætti aldrei að muna eftir því."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.