Loðnuvertíðinni lokið hjá okkur þetta árið.

Sælt veri fólkið. 

Hún dugði skammt þessi litla viðbót sem okkar elskaði og dáði sjávarútvegsráðherra  gaf út á dögunum. Það lítur út fyrir að vertíðin sé búin hjá okkur þetta árið, lönduðum í borg óttans í gær og í fyrradag, síðustu tonnunum okkar þetta árið. Það er víst alveg útséð með að ekki verði gefinn út meiri loðnukvóti þetta árið.

 Fórum frá Reykjavík um miðnættið í gær áleiðis austur á Eskifjörð og er ætlunin að setja nótina í land þar og taka um borð troll til kolmunnaveiða. Ætlunin er að sigla suður á Rokchall svæðið og reyna fyrir sér á kolmunnaveiðum.

Gullkorn dagsins verður:"Eiginmaður er misheppnaður piparsveinn."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband