Jólasveinninn í Sjávarútvegsráðuneytinu.
20.2.2010 | 10:28
Sælt veri fólkið. Lönduðum í gær í Neskaupsstað rúmum 700 tonnum af frystri loðnu. Erum nú á leið á miðin í okkar síðasta loðnutúr á þessari vertíð.
Kvótaaukningin sem okkar elskaði og dáði sjávarútvegsráðherra gaf út á dögunum gerir það að verkum að við fáum 400 tonna viðbót. Það ætti nú að nást í einu kasti, guð hjálpi okkur ef kastið verður stærra! Það var flott viðtalið sem tekið var við okkar elskaða og dáða sjávarútvegsráðherra að kvöldi þess dags sem aukinn loðnukvóti var gefinn út. Hann var ekki ósvipaður jólasveini sem nýkominn er af jólaballi leikskólans og búinn að gefa litlu börnunum pakkann sinn. Svo virtist fréttamaðurinn ekkert vera að gera sér grein fyrir því sem verið var að fjalla um. Engin spurning um hvað þessi aukning þýðir? Hvernig er staðið að mælingunni á stofninum? Engin gagnrýnin umfjöllun um starfsemi og starfsaðferðir hjá Hafró. Þar virðist ákvörðunin vera tekin af einum manni, ávörðun sem eðlilegt væri að fleiri menn tækju ábyrgð á. Nei þessi þjóð getur ekki verið á hausnum að láta verðmætin fara svona framhjá sér. En hvalirnir þeir lifa góðu lífi þessa dagana, skildu þeir vita að þeir verði að skilja eftir 400 þús. tonna hrygningarstofn?
Gullkorn þessa dags verður: "Enginn maður er alltaf vitur."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.