Loðnutúr nr. 2 lokið.
14.2.2010 | 10:07
Jæja gott fólk lönduðum loðnufarmi nr.2 í Neskaupstað í gær tæp 700 T af frosinni loðnu á Rússland. Fórum frá Neskaupstað aftur á miðin um ellefu leitið í gærkvöldi. Okkur skilst að fremsti hluti göngunnar ,sá er við veiddum úr í síðustu viku, sé kominn inn á Faxaflóa. Ætlum að reyna að finna aðra göngu á leið okkar vestur með landinu og vonumst við til þess að hrognafyllingin í þeirri göngu sé ekki eins langt á veg komin og í fremstu göngunni.
Gullkorn dagsins í dag verður: "Sönn vinátta er eins og góð heilsa. Gildi hennar kemur ekki í ljós fyrr en eftir að hún tapast."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.