Búnir að landa fyrsta túrnum.
8.2.2010 | 11:23
Sælt veri fólkið, lönduðum fyrsta loðnufarminum í Neskaupsstað í gær 700 tonn af frosinni loðnu sem væntanlega fer á Rússlandsmarkað.
Fórum frá Neskaupsstað um níu leitið í gærkvöldi og siglum hér hraðbyri vestur með landinu. Ætlum að reyna að ná einhverju fyrir myrkur í dag. Loðnugangan er víst kominn vestur undir Þjórsárósa og hrognafyllingin í henni orðin 17% þannig að það er eins gott að hafa hraðar hendur ef menn ætla að ná að frysta eitthvað á Japansmarkað.
Einkennilegt að skip Hafró séu bundin við bryggju þessa dagana en ekki að leita af meiri loðnu því ef þetta er eina gangan sem væntanleg er þessa vertíðina þá er nú ekki langur tími til stefnu.
Annars allt gott að frétta af körlunum allir vel haldnir, nema kannski Arsenal áhangendurnir en þeirra lið steinlá fyrir hinum ofursterku og knáu Chelsea-mönnum í gær. Enda voru bara pulsur í pottunum í gærkvöldi. En þær runnu ljúflega niður.
Gullkorn dagsins verður: "Margir koma ekki auga á hamingjuna, því hún kostar ekkert."
Múffi kveður að sinni
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar, takk fyrir. Bið að heilsa öllum um borð, sérstaklega örverpinu mínu sem á að vera þarna. Ásta.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 13:39
Góðan daginn. Það er æðislegt að fá svona fréttir. Gangi ykkur vel og ég bið að heilsa öllum sérstaklega mínum manni.
Regína (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.