Komnir með í hann!
3.2.2010 | 20:34
Jæja þessi loðnuvertíð ætlar að fara vel af stað, erum komnir með nægilegt hráefni til að fylla í frystilestina hjá okkur. Fengum í gær í einu kasti um 450 T og höfðum daginn áður fengið 150 T og svo voru félagar okkar á Vilhelm svo elskulegir í dag að gefa okkur úr nótinni hjá sér og passaði það í 3-lestarnar hjá okkur. Eiga þeir miklar þakkir skilið frá okkur fyrir það.
Vinnslan hjá okkur gengur alveg með ágætum þar sem hver einasta padda er fryst svo ná megi sem mestu verðmæti úr þessum rýra kvóta sem út var gefinn. Erum nú þegar þetta er ritað komnir með um 300 T í frystinn og það er nú ekki lítið frá því á mánudagskvöld.
Gullkornið að þessu sinni skal vera: "Frjálsar fóstureyðingar eru einungis studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast."
Nóg í bili Múffi kveður.
Athugasemdir
tvær ljóskur voru í prófi og kom þá í ljós að þær svindluðu....... Þær svöruðu því sama "hvaða spendýr lifir í sjó og kemur upp á land til að eðla sig". "Þær svöruðu... "sjómenn" :-)
langaði að sena þennan til ykkar......... fannst hann akkurat tilvalinn :-)
kv rakel
rakel (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.