Blogg á nýju ári.

Jæja jæja gott fólk loksins kemur blogg á nýju ári. Betra seint en aldrei. Bloggritara langar að byrja á því að óska öllum lesendum síðunnar gæfuríks árs og þakkar fyrir heimsóknirnar og athugasemdirnar  inn á síðuna á síðastliðnu ári.

Af okkur er það helst að frétta að skipið var í viðgerðarstoppi í desember og helminginn af janúarmánuði, engar stórvægilegar viðgerðir heldur meira svona viðhald. Hvað um það fyrsti túrinn var farinn á kolmunnaveiðar suður af Færeyjum og gekk hann ágætlega og var honum landað í Neskaupstað þ. 31-01.   Frá Neskaupsstað fórum við í gærkvöldi til Eskifjarðar og tókum þar um borð loðnunótina og héldum þaðan  til loðnuveiða snemma í morgun. Stefnan var tekin vestur fyrir Hrolllaugseyjar en þar fréttist af loðnutorfum. Fyrsta kastið okkar var eiginlega bara svona æfingakast því það var ekkert í. Nú þegar þetta er ritað erum við nýbúnir að draga kast nr.2 og fengum við úr því um 100 T sem er bara ágætt til að starta vinnslunni. Reyndar rifnaði nótin aðeins þannig að aflinn varð rýrari heldur en til stóð. Nótavaktin knáa stendur nú á haus við að rimpa saman nótina.

Gullkornið verður: "Neyðin kennir mönnum miklu oftar að ljúga heldur en að biðja."

Múffi kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn. Glæsilegt að geta fylgst aftur með heimasíðunni ykkar. Þetta er bara nauðsynlegt að fá fréttir á netinu. Takk takk og gangi ykkur vel.

Regína (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 14:19

2 identicon

hæ hæ 

gott að sjá að múffi er mættur með frettir.... gaman að fylgjast með ykkur....:-)

gangi ykkur vel og farið varlega.....

kveðja Rakel

rakel (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband