Slagur dagsins!!
20.8.2007 | 13:00
Já dagurinn er góður í dag, slagur dagsins var á millidekkinu á milli Geira gúanó og Inga Hill og er ekki búið að kryfja þau mál til hlýtar. En annars er það að frétta að við vorum að hífa og Jón þór missti sig aðeins í græðgi og fyllti hraustlega á lestar, það styttist í að þriðja lag fyllist. Þórður sjóhundur Jakobsson bauð upp á fisk í raspi við mikinn fögnuð viðstaddra. það er bullandi vinnsla og allir vinir nema Geiri gúanó og Ingi notting hill, Helgi ska er nokkuð rólegur enda gengur allt vel að vísu er Jói Bátur að reyna að ná yfirráðum yfir bátsmannsdjobbinu, yfir og út í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 Lestar fullar
19.8.2007 | 17:32
Við tókum eitt hol í gær og fylltum 2 lestarnar. Eithver leti er í blogginu hérna en það lagast vonandi :) við hækkuðum upp um gat kl 5 í dag. Voru þá rétt að verða kominn 2 lög niður. Hér kemur ein mynd af Hákoni ég vona að Gunni vinur minn kæri mig ekki fyrir brot á höfundaréttarlögum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilraun
18.8.2007 | 00:30
Jæja þá er tilraun í gangi, við fengum 260m3 af síld í kvöld aðeins makrílbland erum að frysta núna síðan verður löguð við fyrsta tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)