Si si señor

Hernando SBuenos diasSmile.  Jæja loksins blogg. Af okkur er allt gott að frétta vorum komnir með 130 tonn í frystinn um miðnætti og vel á annaðhundrað tonn af Makríl. Heyrst hefur á göngunum að bræðsluverð fyrir Makrílinn sé allt að 30 kr fyrir kílóið, gott ef satt væri. Ástæður fyrir töfum á bloggskrifum eru meðal annars þær að mexikóinn okkar er búinn að vera sjóveikur og ekki var nú hægt að mynda hann í því ástandi. En hann sjóaðist furðu fljótt og náðum við þessari fínu mynd af honum í borðsalnum, að fá sér fyrstu máltíðina um borð. Senorinn heitir Hernando Sanches og kemur frá Tijuan, mesti sóma maður. Ótrúlegustu menn eru farnir að leggja fyrir sig spænskuna, meira að segja heyrðist Gísli tauta si si. 

Ég vil nota tækifærið og þakka Margrétarmönnum fyrir frábæra síðu, leiðinlegt að þeim hafi verið bannað að skrifa fleiri færslur. En ef þið sjáið þetta áhöfn Margrétar, var ykkur ekki bara bannað að blogga í  nafni skipsins, það er það eina sem hægt er að banna ykkur.  Og með þeim orðum segir Marri yfir og út.

Spakmælið:Hvernig á sá að kunna að hrósa, sem ekki kann að ávíta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Una cerveza grande por farvor

Huggo Zanzez (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:38

2 identicon

Þú ert flottastur

Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 16:00

3 identicon

Blessaður aftur

það væri nu gaman ef þið nenntuð að blogga gengur ekkert að semja við múffa eða er siggi mættur

mexikaninn er flottur að venju vona að gangi vel hasta la vista

hasselhof    

david (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 23:48

4 identicon

Frábær mynd

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband